9.12.2008 | 12:15
Að skila inn fyrirtækjalyklunum...en smíða fyrst aukalykil
"Sumir íbúðaeigendur hafa nú brugðið á það örþrifaráð að skila inn lyklunum því þeir ráða ekki við afborganirnar og eru búnir að tapa eignarhlut sínum. Það er miður og má ekki gerast enda koma slíkir gjörningar líklega verst niður á þeim sjálfum. En það eru fleiri sem þurfa að grípa til þessarra aðferða því margir fyrirtækjaeigendur neyðast nú til að skila inn fyrirtækjalyklunum...og þeir óprúttnu smíða fyrst aukalykil og komast inn aftur en láta skattgreiðendur um afborganirnar," segir Davíð Guðjónsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook