26.11.2008 | 19:43
Kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá nýju
"Mikið verk er fyrir höndum, bæði í ríkisrekstrinum og við að bjarga fyrirtækjum með verðmætan rekstur þannig að atvinna haldist eins mikil og unnt er og verðmætasköpun haldi áfram. Þrengingar verða í ríkisfjármálum næstu ár og eftir ríkisvæðingu bankanna eru kjöraðstæður spillingar að myndast. Þess vegna er líklegt að besta lausnin á endurskipulagningu bankanna sé að kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá og reki." - segir Bjarni Kristinn Torfason í pistli á Deiglunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook