28.8.2008 | 09:56
Að finna fyrir þjóðarstoltinu
"Hvaða Íslendingur er ekki að rifna úr þjóðarstolti þessa dagana og vikurnar? Þjóðin fagnaði heldur betur heimkomu silfurstrákanna í dag með glæsilegri móttöku í miðbæ Reykjavíkur, móttöku sem strákarnir áttu sannarlega skilið. Ég hafði hugsað mér að mæta á Skólavörðustiginn og Arnarhól í dag og veita Ólympíuförunum þá virðingu sem þeim bar að fá en þar sem ég stend í flutningum þessa dagana lét ég ekki verða að því. Ég er ekki frá því að sú ákvörðun hafi verið röng." Segir Sæunn Björk Þorkelsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook