19.8.2008 | 09:41
Af kjörum ljósmæðra og lögfræðinga
"Ljósmæður hafa nú samþykkt að með yfirgnæfandi meirihluta heimild til verkfallsboðunar. Það er því ljóst að náist ekki samkomulag fyrir 4. september kemur til verkfalls hjá ljósmæðrum. Pirringur ljósmæðra er skiljanlegur ef marka má fréttaflutning og upplýsingar á heimasíðu ljósmæðrafélags Íslands. Svo virðist sem ljósmæðrum sé raðað í launaflokk hjá ríkinu miðað við að menntun þeirra sé 4 ára háskólanám. Til að hljóta starfsréttindi sem ljósmóðir þarf hins vegar samkvæmt lögum að ljúka 6 ára námi, kandídatsprófi í ljósmóðurfræðum. Slíkt nám tekur tvö ár (120 e.) eftir að hafa lokið 4 ára BS námi í hjúkrunarfræði (240 e.). " Segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook