29.3.2008 | 01:51
Mikilvægar yfirlýsingar forsætisráðherra
"Í ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans í gær sagði Geir Haarde: Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar ... Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Þessi yfirlýsing er skýrt merki um það að ríkissjóður mun nota fjárhagslegan styrk sinn til þess að sporna gegn því að fjármálakreppa skelli á hér á landi." Segir Jón Steinsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook