26.2.2008 | 10:19
Hið háa ímyndarálag
Skuldatryggingaálag íslensku bankanna er mikið til umfjöllunar á Íslandi í dag, en ekki ætti að hafa farið framhjá neinum að téð álag er í hæstu hæðum þessa dagana. Álagið hjá Kaupþingi hefur skotist hæst, og sló upp í 620 punkta í liðinni viku. Þrátt fyrir að skuldatryggingaálag allra fjármálastofnana hafi hækkað mikið á undanförnum mánuðum í kjölfar óróleika á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, er álag íslensku bankanna úr öllum takti við önnur sambærileg fyrirtæki," segir Þórður Gunnarsson í leiðara á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook