21.2.2008 | 12:27
Manstu þegar Framsókn var í ríkisstjórn?
"Þegar miklar breytingar verða á högum fólks þá er það oft þannig að fortíðin virðist mun fjarlægari en tíminn segir til um. Það er núverandi ástand sem er kunnuglegt en hið gamla er langt í burtu. Þetta virðist Framsóknarflokkurinn hafa verið að upplifa síðustu mánuði. Ráðherrastóll Guðna Ágústssonar var ekki orðinn kaldur í landbúnaðarráðuneytinu þegar hann var farinn að tala um hagstjórnarklúður nýrrar ríkisstjórnar. 12 ára ríkisstjórnarseta virtist fjarlæg minning." segir Bjarni Kristinn Torfason í pistli dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook