18.2.2008 | 13:07
Djúp lægð á leiðinni
"Margt bendir til þess að miklir erfiðleikar séu framundan í íslensku efnahagslífi. Lausafjárkreppan er orðin áþreifanleg og bankar hafa skrúfað fyrir útlán til viðskiptavina. Fyrirtæki sem og einstaklingar eiga nú mun erfiðara um vik við að fá fjármögnun og himinháir vextir hjálpa ekki til. Komið er að skuldadögum og það ekki bara hjá almenningi heldur líka stóru bönkunum. Greiða þarf fyrir útgáfu á krónubréfunum. Skuldatryggingaálag bankanna er hins vegar það hátt um þessar mundir að erfitt mun reynast fyrir þá að fjármagna skuldbindingar sínar á næstu mánuðum og misserum." segir Teitur Björn Einarsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook