18.2.2008 | 13:06
R-orðið ógnvænlega
"Í gær játaði breska ríkisstjórnin sig sigraða gagnvart hruni bankans Northern Rock og endurvakti drauga Old Labour frá tímum þegar ríkisvæðing gekk svo langt að aðgerðir Margaret Thatcher í kjölfarið litu vel út í augum almennings í nokkur ár. Þetta er í fyrsta ríkisvæðingin í Bretlandi síðan á áttunda áratug síðustu aldar og nú keppast breskir fréttaskýrendur við að rökræða hvort þetta beri vott um algjöra vanhæfni Verkamannaflokksins við að stýra bresku efnahagsskútunni. Það finnst Íhaldsflokknum, að minnsta kosti, og þeir hafa nokkuð til síns máls." segir Þorgeir Arnar Jónsson í pistli dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook