2.2.2008 | 12:45
Bein kosning borgarstjóra?
"Forystumenn Sjálfstæðisflokks og F-lista í Reykjavík hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni síðustu daga og tel ég þessar árásir oft hafa verið afar ósanngjarnar. Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar," segir Reynir Jóhannesson í pistli dagsins á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook