26.1.2008 | 15:00
Markaðurinn stýri áfram fiskveiðum
"Fyrir stuttu síðan úrskurðaði mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf í vil tveimur íslenskum sjómönnum í máli þeirra gegn íslenskum stjórnvöldum. Sjómennirnir höfðu stundað veiðar kvótalausir. Andstæðingar kvótakerfisins hafa fagnað og telja kvótakerfið dautt eftir úrskurðinn. Forsvarsmenn stjórnarflokkanna hafa brugðist við á þá leið að skoða þurfi málið. En hvað gagnrýnir mannréttindanefndin í kerfinu og hvernig gæti kerfið breyst til þess að standast þá gagnrýni?" spyr Bjarni Kristinn Torfason í pistli dagsins á Deiglunni.