23.1.2008 | 09:40
Prinsipplaus pólitík
"Kjósendur eru ekki fífl og þá ber að umgangast af virðingu. Málefnin skipta máli umfram valdapot og eiginhagsmuni þá sem nú virðast vera í tísku í höfuðborginni. Stjórnmál snúast fyrst og fremst um það að vinna traust kjósenda til að geta staðið fyrir góðum og gegnum verkum í anda þeirrar stefnu sem stjórnmálaflokkar hafa markað sér. Sú hegðun sem stjórnmálamenn í Reykjavík hafa sýnt undanfarin misseri er því ekki til eftirbreytni þar sem hún rýrir traust kjósenda á stjórnmálum, málefnum og flokkunum," segir Þórður Heiðar Þórarinsson á Deiglunni í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook