21.1.2008 | 13:29
Synjun Seðlabankans
"Fyrir rúmum mánuði lagðist Seðlabankinn gegn því að Kaupþing fengi leyfi til þess að færa bókhald og semja ársreikninga í evrum. Seðlabankinn tók sérstaklega fram að hann væri mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Með þessu áliti sínu virðist Seðlabankinn vera að taka upp afar afturhaldssama stöðu hvað varðar framþróun á viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Það væri mikið óheillaspor fyrir íslensku þjóðina ef stjórnvöld hyrfu af braut viðskiptafrelsis og tækju þess í stað leggja óþarfa steina í götu fyrirtæka sem vilja halda áfram að sækja fram og taka upp nýjungar í rekstri sínum," segir Jón Steinsson í pistli dagsins á Deiglunni um synjun Seðlabankans á óskum Kaupþings um að gera upp í evrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook