18.1.2008 | 11:31
Véfréttin í Reykjavík
Flugufótur Deiglunnar fjallar um tímamótaspágerð greiningadeilda um þróun íslenska hlutabréfamarkaðarins. "Greiningardeildar hafa sýnt mikið innsæi að undanförnu. Í spá einnar þeirrar um daginn stóð að markaðir myndu að öllum líkindum fara upp, en síðan niður, en loks mögulega upp aftur á næstu mánuðum. "Við reiknum með miklum sveiflum á mörkuðum þar til öll kurl bandarísku húsnæðislánavandræðanna eru komin til grafar," segir í spá einnar greiningardeildarinnar. Sannkölluð véfrétt þar á ferð."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook