Gengið að hreinu kjörborði

"Allar kosningar eru á sinn hátt þýðingarmiklar og sérstakar. Kosningarnar í Bandaríkjunum í ár, þ.e. annars vegar prófkjör flokkanna og hins vegar forsetakosningarnar sjálfar, eru þó um margt einstakar í sinni röð. Þær hafa þá sérstöðu að hvorki sitjandi forseti né sitjandi eða fyrrverandi varaforseti verða í framboði. Þetta hefur ekki gerst síðan 1952 þegar stríðshetjan Dwight Eisenhower og Adlai Stevenson, ríkisstjóri í Illinois, tókust á. Raunar þarf að fara allt aftur til ársins 1928 til að finna dæmi um kosningabaráttu þar sem hvorki forseti né varaforseti gefa kost á sér í prófkjörum flokkanna, líkt og nú. Með öðrum orðum þá verða forsetakosningarnar í ár barátta nýrra andlita og nýrra strauma. Næsta vika hér á Deiglunni verður helguð forsetakosningunum, frambjóðendum og bandarískum stjórnmálum í heild sinni." Inngangur að leiðara Árna Helgasonar á Deiglunni í dag.

Meira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband