Með hugmyndafræðina að vopni

Ron Paul, sem sækist eftir forsetatilnefningu Repúblikanaflokksins, er umfjöllunarefni Þórðar Gunnararssonar í pistli dagsins á Deiglunni. "Ron Paul hefur komið nokkuð á óvart í aðdraganda forvals Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Helst hefur gríðarlega vel lukkuð fjáröflun frambjóðandans hlotið athygli, en á þremur mánuðum tókst honum að safna yfir 20 milljónum dollara, aðeins með frjálsum framlögum á vefsíðu sinni. Raunar hefur Paul slegið öll met í fjáröflunum í kjölfar gríðarlegra vinsælda sinna á Internetinu. Þann 16. desember síðastliðinn var aðgerðin 'Money Bomb' sett í gang af fylgismönnum Paul, en þá tókst að safna 6 milljónum dala á einum degi, sem er einstætt í stjórnamálasögu Bandaríkjanna. Alkunna er að árangur frambjóðenda í fjáröflun og raunverulegur fjárhagslegur styrkur þeirra er oftar en ekki góð vísbending á gengi þeirra í kosningum, og sé litið til mikillar velgengi Paul í þeim efnum má ætla að hann eigi meira inni en úrslitin í Iowa gefa til kynna."

Meira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband