7.1.2008 | 11:06
Kolefnisskattar og kolefnistollar
Gróðurhúsaáhrif af völdum kolefnisútblásturs eru klassískt dæmi um það sem hagfræðingar kalla ytri áhrif. Hin klassíska lausn við ytri áhrifum í hagfræði er að leggja skatt á þann sem veldur þeim sem er jafn hár kostnaðinum sem aðrir aðilar bera af athæfi hans. Eitt vandamál við slíka skatta þegar kemur að kolefnisútblæstri er að þeir geta leitt til þess að útblásturinn er fluttur úr landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook