20.12.2007 | 11:51
101 Árbæjarsafn
Torfusamtökin héldu á dögunum fund til að mótmæla því að byggja ætti listaháskóla og verslunarmiðstöð í miðbænum. Með svona vini þarf miðborgin ekki á óvinum að halda.
Nú gæti einhver sagt að tilgangur með þeim fundi sem haldinn var á Boston um daginn hafi verið að mótmæla niðurrifi gamallra húsa fremur en uppbyggingu nýrra. En það ekki er hægt að búa til omlettu án þess að brjóta nokkur egg. Og mörg þeirra eggja sem á að brjóta í miðbænum hafa raunar staðið úldin utan kælis í fjölda ára. Svæðið nálægt Barónstíg og raunar stærsti hluti Hverfisgötu er engin augnaprýði, og raunar manekki eftir að það hafi nokkurn tímann verið það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook