16.12.2007 | 20:16
Að úthlutuðum skáldalaunum
Það er hægt að treysta því eins og nýju neti að frjálshyggjumenn æmta sérstaklega ár hvert þegar úthlutað er listamannalaunum ríkisins - svoköllluðum heiðurslaunum. Þar er vissulega ekki um sérlega mikið fé að tefla, í hinu stóra samhengi hlutanna og langt er frá að þar sé að finnu heimskulegustu sóun skattfjár sem stjórnmálamönnum hefur dottið í hug. En það eru aðrar ástæður fyrir því að listamannalaunin eru sérstakur þyrnir í augum frjálshyggjumanna. Í leiðara á Deiglunni fjallar Þórlindur Kjartansson um málið og segir: "Listamenn gegna veigamiklu hlutverki í samfélaginu. Það hlutverk er ekki síst að gagnrýna valdhafa og valdakerfið sjálft - að sýna hluti í nýju ljósi og þora að segja það sem er óþægilegt en nauðsynlegt. "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook