13.12.2007 | 16:03
Ósanngjörn atlaga að menntamálaráðherra
Öfgaleysi í trúmálum er gæfa okkar Íslendinga. Vonandi er upphlaup og ósanngjörn atlaga einstakra stjórnamálamanna að menntamálaráðherra vegna breytinga á grunnskólalögum ekki til marks um breytingu í þeim efnum. Borgar Þór Einarsson fjallar um gagnrýni á menntamálaráðherra í leiðara dagsins á Deiglunni. "Formaður Framsóknarflokksins vegur að menntamálaráðherra með ósanngjörnum hætti þegar hann heldur því fram úr ræðustóli á Alþingi að kristni verði nú gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihlutans, svo vitnað sé beint í orð Guðna Ágústssonar frá því í gær."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook