Númeró Únó auðvitað!

Það er fátt skemmtilegra en að smella gamalli og góðri íslenskri bíómynd í tækið. Ekki síst ef hún vekur góðar minningar og gefur innblik inn í umhverfi og samfélag þess tíma. Bíómyndin Löggulíf telst ein slíkra, þótt að sumu leyti standi hún fyrirrennurum sínum Dalalífi og Nýju lífi að baki. Hún telst heldur ekki mjög gömul, en þó fylgist maður þar með hensonklæddri bekkjarsystur sinni úr Menntaskólanum sprauta af öryggi úr vatnbyssu á þá félaga Þór og Danna liggjandi hálfnakta í lögreglubúningunum, étandi pylsur og lesandi illa fengið DV í brekkunni við gömlu Sundhöllina.
Samúel T. Pétursson segir í leiðara dagsins á Deiglunni: "Nú er það svo að taka má undir þau rök að það sé skakkt að tengja saman þjóðir og vilja, en engu að síður verður því ekki neitað að íslenska þjóðin hefur mjög spes þjóðarsál."

Lesa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband