12.12.2007 | 13:56
Rauði herinn um höfin blá
Í gær bárust fregnir um að rússneskt flugmóðurskip, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, væru á leið inni í íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu. Á fréttavefnum Vísi var fullyrt að flotadeildin þyrfti ekki að leita leyfa til að fara inn í efnahagslögsöguna en hún mætti ekki fara inn í landhelgina án leyfis. Þetta er ekki alls kostar rétt. Bjarni Már Magnússon fjallar um málið í Deiglupistli dagsins og segir: "Á alþjóðlegum hafsvæðum og í efnahagslögsögunni gildir meginreglan um frelsi til siglinga. Í landhelginni er staðan hins vegar önnur."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook