7.12.2007 | 15:38
Aukin menntun kennara - betra menntakerfi?
Niðurstöður PISA könnunarinnar voru kynntar á dögunum og leiddu í ljós slakan árangur íslenskra nemenda.Staða Íslands hefur versnað frá árinu 2000 og eru íslenskir nemendur í næst neðsta sæti af Norðurlöndunum. Í leiðara dagsins á Deiglunni segir Helga Kristín Auðunsdóttir m.a. "PISA könnunin hefur leitt athygli okkar að Finnum, en finnsk börn hafa þar náð hvað bestum árangri. Árangur Finna hefur ekki alltaf verið góður en finnska menntakerfið var í mikilli lægð upp úr 1990. Í kjölfarið fór fram mikil uppstokkun á finnsku menntakerfi sem m.a fólst í því að lengja kennaranámið til fimm ára auk þess sem laun kennara voru hækkuð."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook