Jafnréttisfrumvarpið - hver er breytingin?

Jafnréttisfrumvarp félagsmálaráðherra byggir að langmestu leyti á lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þ.e. núgildandi jafnréttislögum. Sé frumvarpið lesið með lögunum má sjá að í þeim felst engin grundvallarbreyting. Núgildandi jafnréttislög hafa verið í gildi í sjö ár en þegar lögin voru sett árið 2000 leystu þau enn eldri jafnréttislög af hólmi. Við höfum raunar haft jafnréttislög hér á landi í um 30 ár, þannig að sérstök lagasetning á þessu sviði með tilheyrandi nefndum, ráðum og stjórnsýslu, getur síður en svo flokkast undir nýmæli. Eðlilegra er að líta á frumvarp félagsmálaráðherra sem yfirferð og breytingar á gildandi lögum.

Spurningin sem eftir stendur er hins vegar þessi: Hvers eðlis eru breytingarnar sem frumvarpið boðar og ganga þær of langt? Og líka hvort umfangsmeiri löggjöf og stjórnsýsla sé lausnin í jafnréttismálum.

Lesa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband