Hrun dollarans

Árið 2000 kostaði um tíma 0.85 bandaríkjadali að kaupa eina evru. Í dag þurfa Bandaríkjamenn hins vegar að greiða 1.46 dali fyrir hverja evru sem þeir kaupa. Á þessum tíma hefur gengi dollarans gagnvart evru því hrunið um rúmlega 40%. Dollarinn hefur einnig fallið mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Nú er til dæmis svo komið að Kanadadollar er verðmeiri en Bandaríkjadollar í fyrsta skipti í áratugi.

Þetta gríðarlega hrun á gengi dollarans hefur leitt til þess að verðlag í Bandaríkjunum er miklu lægra í samanburði við önnur lönd en það var fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkrum árum var til dæmis talsvert ódýrara að fara á skíði í Kanada en í Bandaríkjunum. Þetta hefur algerlega snúist við. Lágt verðlag í Bandaríkjunum hefur ýtt mjög undir verslunarferðir Evrópubúa til Bandaríkjanna. Sagt er að slíkar ferðir hafi margfaldast og að þær séu ein af ástæðum þess að jólaverslun í Bandaríkjunum virðist fara ágætlega af stað þrátt fyrir að teikn séu á lofti um kreppu í Bandaríkjunum.

Lesa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband