3.12.2007 | 16:00
Hvað skal gera í húsnæðismálum?
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og undanfarið hefur vaxtakostnaður af húsnæðislánum hækkað snarlega. Hvernig á ríkisvaldið að bregðast við og hvaða aðgerðir eru líklegar til að skila varanlegum árangri?
Þeir eru fáir sem ekki hafa tekið eftir síhækkandi húsnæðisverði á síðustu. Þótt einhverjir telji sig sjá merki kólnunar hefur hækkunin það sem af er þessu ári verið mun meiri en allt árið í fyrra. Með síhækkandi stýrivöxtum hafa útlánaaðilar á húsnæðismarkaði, bæði bankarnir og Íbúðalánasjóður, neyðst að hækka sína útlánavexti. Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú að það er gríðarlega kostnaðarsamt að kaupa íbúð á Íslandi í dag og hafa fréttir verið af því að erfitt sé fyrir láglaunafólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lýst því yfir að húsnæðisstefnan sé komin í þrot og aðgerða sé þörf. Þegar svo stórt málefni skal leysa hratt af ríkinu er ástæða til að staldra við og athuga hvaða lausnir eru líklegar til að skila árangri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook