25.11.2007 | 12:57
Fékkst þú leyfi frá karlmanni til þess að fara út í dag?
,,Þú varst hluti af grunsamlegu sambandi og fyrir það áttu skilið 200 svipuhögg sagði dómari við dómsuppkvaðningu í Sádi-Arabíu við 19 ára stúlku sem var fórnarlamb hrottalegrar hópnauðgunar þar í landi. Stúlkan var dæmd vegna þess að hún átti að hafa verið út úr húsi án leyfi karlmanns. Stúlkan var jafnframt dæmd í 6 mánaða fangelsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook