25.11.2007 | 12:53
Ríkisrekstur, já. Forvarnir, tja.
Það er sorglegt að afstaða margra þeirra sem leggjast gegn frumvarpi um takmarkað verslunarfrelsi með léttvín og bjór skuli ekki byggjast á þeim vísindalega rökstyðjanlegu fullyrðingum að áfengisneysla skapi vandamál og að aukið aðgengi auki áfengisneyslu. Þess í stað kjósa menn að byggja málflutning sinn á þeirri staðhæfingu að ríkið kunni að stunda verslun en einkaaðilar ekki, en fáar rannsóknir í ómarxískri hagfræði renna stoðum undir þær fullyrðingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook