8.3.2010 | 15:31
Bætur og bölsýni
"Nú er tekið að vora, fuglarnir syngja, snjóa leysir og allt er í rjúkandi rúst. Á þessum tíma árs er vorfiðringurinn farinn að kitla flesta, við horfum til sumarsins með tilhlökkun og eftirvæntingu, ef ekki væri fyrir helvítis ástandið þyngslin sem sliga sálina, áhyggjur af reikningum, afborgunum, skuldum, framtíðinni. Svartar horfurnar kæla sálina og bæla væntingar, við tökum einn dag í einu eins og alkóhólistarnir, meikum ekki að horfa lengra fram í framtíðina en í næstu viku, því að það sem bíður handan við hornið er mjög líklega verra en nútíminn." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook