7.3.2010 | 22:49
Af staðgöngumæðrun, siðferði og mögulegu vændi
"Árið 2007 auglýsti íslenskt par eftir staðgöngumóður í Morgunblaðinu. Vakti auglýsingin talsverða umræðu í þjóðfélaginu en þar sem lög um tæknifrjóvganir heimila ekki staðgöngumæðrun á Íslandi var ætlunin að framkvæma aðgerðina erlendis. Nú, þremur árum síðar, hefur sama umræða skotið aftur upp kollinum í kjölfar áfangaskýrslu sem lögð var fyrir heilbrigðisráðherra á dögunum um staðgöngumæðrun á Íslandi. Með skýrslunni var ætlunin að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og skapa grunn upplýstrar umræðu áður en ákveðið yrði hvort slíkt fyrirkomulag skyldi leyft á Íslandi." - skrifar Hildur Björnsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook