5.3.2010 | 09:07
Til lítils unnið ef skilaboðin ná ekki í gegn
"Mönnum hefur hlaupið mikið kapp í kinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn og nú á aldeilis að sýna Bretum í tvo heimana. Um það er ekkert nema gott að segja, nema hvað að það kann að vera til lítils að synja lögunum staðfestingar með afgerandi hætti ef jafnóhönduglega mun takast til við túlkun málsins út á við og raunin hefur verið hingað til þegar reynt hefur á ríkisstjórnina og stjórnvöld." - skrifar Árni Helgason
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook