1.2.2010 | 23:32
Er Arnold með einokun?
"19. janúar árið 2001 var myndin Donnie Darko sýnd í fyrsta sinn og var hún frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin vakti strax mikla athygli en það var ekki fyrr en í lok þess árs sem hún var sett í takmarkaða sýningu í Bandaríkjunum. Áhorfendur voru einstaklega ánægðir með myndina og rataði hún á marga topplista fyrir árið 2001. Samt gerðist ekkert hérna á Íslandi, hvorki í kvikmyndahúsum né á myndbandaleigum. Það var svo í ágúst árið 2002 sem kvikmyndaútgefendur hérna heima sáu sér fært að frumsýna myndina og þá einungis á VHS/DVD. Svona mynd passar nefnilega ekki inn í hin fín pússaða Hollywood heim íslensku kvikmyndaútgefendanna og því var henni bara skellt á vídeó. En hvernig má það vera? Er ekki til markaður fyrir svona kvikmyndir hérlendis" - skrifar Einar Leif Nielsen
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook