23.1.2010 | 21:53
Mega, Omega
"Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskana. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallinn var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu." - skrifar Einar Leif Nielsen
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook