16.1.2010 | 14:36
Hinir syndlausu
"Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endaði í blóðbaði. Eftir allt sem undan er gengið, bæði í aðdraganda og kjölfar kreppunnar, virðist sem býsna fáir sjái nokkuð athugavert við eigin hegðun eða ákvarðanir. Um þetta vitna meðal annars sumar af þeim bókum sem skrifaðar hafa verið um atburðina allir verja eigin gerðir út í hið óendanlega en eru fljótir að reyna að kasta allri sökinni á einhvern annan." - skrifar Þórlindur Kjartansson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook