13.1.2010 | 09:03
Friðarhugvekja velmegunarbarns
"Nú þegar vel er liðið á janúarmánuð eru flestir búnir að fá smávegis veruleikaspark í rassinn og eru dottnir aftur inn í hversdagslega rútínu skammdegisins. Þó eimir kannski enn af hátíðleika jólanna og notalegheitunum sem fylgja hátíðarhaldinu. Á þeim tíma fjölgar samverustundum með fjölskyldu og vinum sem kalla fram bestu hliðar fólks og kærleikurinn fær að ríkja, þó ekki sé nema í stutta stund. Það er ekki annað hægt en að hafa dálæti á þeim tíma árs, þar sem öll þau gildi sem samkvæmt bókinni skipta mestu máli fá það vægi sem þau raunverulega eiga skilið." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook