Allt í steik en lífskjör hvergi betri

Það vakti nokkra undrun, er fregnir bárust frá Sameinuðu þjóðunum í gærmorgun um að hvergi í heiminum væru lífskjör betri en á Íslandi, að einstakir þingmenn sæju ástæðu til að bölsótast út í þá niðurstöðu. Víðast hvar hefðu menn fagnað slíkum tíðindum og talið þau til marks um að vel hefði til tekist.

Lesa 


Hin hljóðláta ríkisvæðing

Löggjafinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur og margt af því er bæði óþarft og gagnlaust en sumt hreinlega skaðlegt. Öðru máli gegnir um þingsályktunartillögu sem nú er komin fram um samkeppnisstöðu fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tímabært er að draga hina hljóðlátu ríkisvæðingu fram í dagsljósið.

Lesa 


Sóley Tómasdóttir

…heitir kona og tekur þátt í stjórnmálum. Sóley þessi heldur úti bloggsíðu sem ber nafnið: „Sóley bjargar heiminum.“ Eftir lestur síðunnar tel ég heppilegra að heimurinn fari andskotans til en að Sóley bjargi honum.

Lesa 


Stjórnmálin eru grimm

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, er deiglugesturinn að þessu sinni. Bjarni kemur víða við og fjallar bæði um reynslu sína úr bankaheiminum, einkavæðingu, orkuútrás auk eins umtalaðasta máls undanfarinna missera, málefni REI og telur meðal annars að ímynd íslenskra orkufyrirtækja á alþjóðavettvangi hafi skaðast.

Lesa 


Þríhöfða hagstjórn

Í kjölfar breyttra horfa um lánshæfismat íslenska ríkisins er vert að velta fyrir sér af hverju ekki er tekið mark á síendurteknum athugasemdum innlendra og erlendra aðila.

Lesa 


Upplýsingabyltingin étur börnin sín

Þegar rætt er um meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum er stundum dregin upp dökk mynd af ríkisvaldinu, sem ber sterkan keim af skáldsögu George Orwell, 1984. Ef marka má nýlegar fréttir er þessi samlíking óviðeigandi. Löggulíf virðist mun nærtækara dæmi.

Lesa 


Nauðgari á Deiglunni?

Meðal Deiglupenna er ódæmdur naugðgari. Það er þó engin ástæða til að tilgreina hann með nafni eða láta lögreglu vita. Hann verður bara eiga það við sjálfan sig hvort hann haldi áfram að nauðga eða ekki.

Lesa 


Rafrænt lýðræði – kostnaðarsamur populismi eða hagnýtt þarfagreiningartól ?

Sífellt minni afskipti af stjórnmálum hjá almenningi veldur áhyggjum. Margar skýringar hafa komið fram um ástæðu áhugaleysis almennings, meðal annars að afstaða þeirra sé sú að stjórnmál sé aðeins ætluð afmörkuðum hópi fólks sem tekst á við málin í lokuðum hópum og málefnin komin daglegu lífi almenningi ekki við.

Lesa 


Fékkst þú leyfi frá karlmanni til þess að fara út í dag?

,,Þú varst hluti af grunsamlegu sambandi og fyrir það áttu skilið 200 svipuhögg” sagði dómari við dómsuppkvaðningu í Sádi-Arabíu við 19 ára stúlku sem var fórnarlamb hrottalegrar hópnauðgunar þar í landi. Stúlkan var dæmd vegna þess að hún átti að hafa verið út úr húsi án leyfi karlmanns. Stúlkan var jafnframt dæmd í 6 mánaða fangelsi.

Lesa 


Ljósin að kvikna í sveitum landsins

Með nýrri ríkisstjórn hafa vonir glæðst um að íslenska bændastéttin fái loksins að vera með í samfélagi sem byggir á almennu verslunarfrelsi. Það er við hæfi að höfundar og stuðningsmenn miðstýringar- og haftakerfisins sem haldið hefur íslenskum bændum í ánauð skuli nú spyrna við fótum.

Lesa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband