18.1.2008 | 11:29
Peningamaðurinn Romney
"Þann 7. til 13. Janúar var Deiglan með bandaríska viku þar sem allir pistlar fjölluðu um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Vikan tókst með eindæmum vel og mun Deiglan halda áfram að fjalla um kosningabaráttuna fram að kjördegi í Bandaríkjunum. Í dag verður litið aðeins á feril Mitt Romneys áður en hann fór í stjórnmál," segir Óli Örn Eiríksson í leiðara á Deiglunni.
18.1.2008 | 11:28
Amerískur fótbolti 101
"Forsetakosningar eru ekki það eina sem heldur Bandaríkjamönnum límdum við skjáinn þessa dagana því úrslitakeppni ameríska fótboltans fer fram nú á sunnudaginn. Pistill dagsins ætti að gera lesendum kleift að njóta úrslitakeppninnar með bros á vör. Hér á eftir fer fram kynning á íþróttinni, liðunum og þeim litríku karakterum sem eiga í hlut," segir Teitur Skúlason í pistli á Deiglunni.
16.1.2008 | 18:40
Árið sem Múrinn féll
"Fyrir rúmlega einu ári síðan benti Deiglan á ártalsvillu í umfjöllun Múrsins um sögu Suður-Ameríku. Í kjölfarið hætti Múrinn að koma út. Það var nú kannski fullmikið af hinu góða" segir Pawel Bartoszek í leiðara á Deiglunni í gær.
16.1.2008 | 18:36
Skiptir trúarafstaða frambjóðanda máli?
"Frambjóðandi er metinn út frá ýmsum þáttum. Þeir hafa mismikið vægi og skipta í raun mismiklu máli fyrir embættið sem slíkt en því miður er ekki alltaf fullt samræmi þarna á milli. Í eftirfarandi pistli ætla ég að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort trúarskoðanir skipti einhverju máli þegar kemur að því að meta hæfi einstaklings til þess að gegna opinberu embætti" segir Gunnar Ragnar Jónsson í pistli á Deiglunni í gær.
16.1.2008 | 18:32
Reikningurinn sendur borgarbúum
"Er ekki kominn tími til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg fari í naflaskoðun hvað fjármálin varðar í stað þess að heimta alltaf sífellt meira fé frá íbúum borgarinnar?þ" segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í pistli á Deiglunni í gær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook
13.1.2008 | 23:17
Clinton, McCain og Obama - bestu kostirnir
"Áhugi um heim allan á prófkjörum fyrir bandarísku forsetakosningarnar er skiljanlegur. MIkilvægast er að með sigur fari frambjóðandi sem mun stuðla að betri utanríkisstefnu og meiri virðingu fyrir mannréttindum. Á þessum tveimur sviðum hafa Bandaríkin brugðist síðustu ár. Repúblikaninn John McCain og demókratarnir Barack Obama og Hillary Clinton eru líkleg til þess að bæta eitthvað af þeim skaða sem orðið hefur," segir Þórlindur Kjartanson í leiðara dagsins á Deiglunni.
13.1.2008 | 11:08
Sviptingar vikunnar í tölum
"Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar á síðustu 10 dögum í bandarískum stjórnmálum. En stundum er erfitt að átta sig á raunverulegri þýðingu hinna ýmsu atburða. Nú er það hins vegar mun auðveldara en áður þar sem markaðir hafa orðið til á vefnum þar sem unnt er að sjá líkunar á því að hver og einn frambjóðandi sigri á hverjum tíma," segir Jón Steinsson í pistli dagsins á Deiglunni.
12.1.2008 | 13:54
Annað tækifæri
"Þeirri klisju er nánast undantekningalaust haldið á lofti fyrir hverjar forsetakosningar í Bandaríkjunum að um sé að ræða einar þær mikilvægustu í langan tíma. Og nánast undantekningalaust er sú klisja ekki rétt. En í þetta sinn má færa fyrir því sterk rök að svo sé - að minnsta kosti þegar kemur að utanríkismálum," segir Hörður Ægisson í leiðara dagsins á Deiglunni.
12.1.2008 | 12:53
Skemmtilegasti forsetaframbjóðandinn
"Ef Mike Huckabee verður næsti forseti Bandaríkjanna mun það skapa ýmis vandamál. En eitt er víst: hann er á góðri leið með að verða skemmtilegasti forsetaframbjóðandi sögunnar," segir Þorgeir Arnar Jónsson í pistli dagsins á Deiglunni.
11.1.2008 | 23:30
Einn maður - einskonar atkvæði
"Fyrir átta árum höfðu réðu kjósendur á Florida úrslitum í kosningum um forseta Bandaríkjanna. Í forkosningunum undir lok mánaðar munu íbúar fylkisins komast að því hvernig það er að vera á hinum enda valdastigans, en þá fara fram forkosningar um alla núll fulltrúa fylkisins á landsfundi Demokrata, sem fram fer síðar á árinu. Þetta er aðeins einn fjölmargra gimsteina á hinu litskrúðuga perlufesti bandarískra kosningareglna," segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni.